Isländska / Íslenska

Hér eru svör við algengustu spurningum sem móðurmálsdeildin fær.


Hver á rétt á móðurmálstuðningi ?
Þau börn sem hafa annað tungumál en sænsku sem móðurmál, burtséð frá sænskukunnáttu, og tala það mál við allavega einn af sínum forráðarmönnum. Barnið, miðað við aldur, verður einnig að hafa lámarks tungumálahæfni í því tungumáli sem skal styðjast. Ef barnið uppfyllir þessar kröfur á það rétt á móðurmálstuðningi.


Hvað geri ég ef ég vil að barnið mitt fái tungumálastuðning?
Ferlið byrjar á leiksskólanum. Foreldri eða forráðamaður talar við starfsmann (almennt deildarstjóra eða skólastjóra) og tjáir áhuga á móðursmálstuðningi fyrir barnið. Eftir það sendir skólastjóri beiðni tungumáladeildar Uppsala Kommun (modersmålsenheten), sem tekur á móti beiðninni og velur hæfan tungumálakennara fyrir barnið. Þar eftir og fram eftir hefur umræddur tungumálakennari samband við leikskólan og athugar hvað það er sem hægt er að gera varðandi móðurmálstuðning fyrir barnið.


Hversvegna er mikilvægt fyrir barnið að hafa sterkann grunn í móðurmálinu?
Barnið fær tækifæri til samskipta við fjölskyldmeðlimi sem kunna eingöngu móðurmálið, einnig aðra sama tala sama mál. Með sterkan grunn í móðurmálinu á barnið auðveldara með að læra sænsku. Evrópusambandið hefur sett upp átta lykilatriði sem ríkisborgarar innan þess eiga að kunna, þar á meðal er að kunna að tjá sig á sínu eigin móðurmáli og einnig á erlendu máli eða málum. Menningarmeðvitund er annar þáttur sem fer hönd í hönd með tungumálinu, menningarmeðvitund styrkir meðal anars sjálsþekkingu barnsins. Fjölmenningarleg nálgun barns á sínu nánasta umhverfi víkkar sjóndeildarhring barnsins og gefur því aukinn skilning á heðfun, venjun og öðrum hlutum samfélagsins.


Hvenær getur barnið mitt byrjað að fá stuðning?
Frá og með deginum sem barnið byrjar í leikskóla.


Hvar mun barnið mitt fá tungumálastuðning?
Móðurmálstuðningurinn skeður yfirleitt á leikskólanum þar sem barnið er í vistun eða á nærliggjandi leikskóla. Í sumum tilfellum fer kennslan fram í fasteignum tungumáladeildar Uppsala Kommun (modersmålenheten), í miðbæ Uppsala.


Hvernig vinnur tungumálakennarinn?
Við vinnum á sama hátt og aðrir leikskólakennarar og starfsfólk, útfrá námskránni (läroplanen 98). Við tökum þátt í því starfi sem fer fram á leikskólunum.


Hver borgar fyrir stuðninginn?
Uppsala Kommun.


Getur barnið mitt tekið til sín fleiri tungumál í einu?
Barnið getur lært fleiri tungumál á sama tíma.


Hvað geri ég til að styrkja tungumálakunnáttu barnsins míns?
Samskipti foreldris við barn sitt ætti að fara fram á miklum hluta eða eingöngu á íslensku, það er einnig mikilvægt að nota ”erfið” orð til þess að auka orðaforða barnsins. Það er eingu síður mikilvægt að notast við innihaldsmikið og lýsandi tungumál, til dæmis ”viltu vera svo væn/vænn að setja rauða dótabílinn í körfuna sem er við hliðina á græna stólnum”, í staðinn fyrir að segja til dæmis ”settu dótið þangað”.
Lestur er einnig mikilvægur þáttur, hægt er að nálsgast bækur skrifaðar á Íslensku á öllum bóksöfnum, bókasafnið getur einnig pantað bækur ef sérstakar bækur óskas.
Að umgangast með annað fólk sem einnig talar íslensku, þannig fær barnið að heyra aukinn orðaforða auk þess að það upplifir tungumálið sem almennilegri samaskiptaaðferð, þar sem það er ekki eingöngu talað á heimilinu.


Við tölum fleiri tungumál heima, væri ekki best ef að barnið talar aðallega sænsku, þar sem það er aðal tungumálið í Svíþjóð, jafnvel þótt það sé ekki okkar móðurmál?
Barnið fær að heyra nóg af sænsku í hinu sænska samfélagi og kemur til með að læra sænsku með tímanum. Það er best að þið talið við barnið á íslensku, því meira því betra. Þar sem íslenska er móðurmál ykkar er það auðvelt fyrir ykkur að leggja miklar tilfiningar í tungumálið og tjá það á mismunandi máta. Á þennan hátt fær barnið ríkt og innihaldsmikið móðurmál.

Uppdaterad: